Holmatro kynnir Pentheon línuna Holmatro er ávallt í fararbroddi


Í gær kynnti Holmatro nýja kynslóð af rafhlöðudrifnum björgunartækjum Pentheon. Um byltingu er að ræða bæði hvað varðar útlit og tækni.

Við hvetjum ykkur sem áhuga hafa  að smella á myndina hér fyrir neðan og skoða bæklinginn sem er kominn út. Þar má lesa um þau tæki sem tilbúin eru þ.e. klippur glennu og tjakk. Eins um hleðslutækin sem bæði geta hlaðið tæki með rafhlöðu og svo aðra samtímis. Rafhlöðurnar eru 7Ah og fyrirferðaminni og einfalt að koma fyrir eða taka af hverju tæki. Sérstakur hugbúnaður er fyrir aflestur af ástandi hvers tækis og eins rafhlöðu sem við þurfum þegar sala hefst að koma okkur upp til að geta veitt góða þjónustu.

 

Pentheon

 

 

Það verður spennandi að fá tækifæri til að kynna þessi nýju tæki þegar öll línan er komin út og verð liggja fyrir. Eins og áður er Holmatro ávallt í fararbroddi. Endalaust með nýjungar til að bæta vinnuaðstöðu, hraða og auka öryggi við björgun.