KUD3 Kolsýruáfyllingarvél til góðs viðskiptavinar


Við vorum að afgreiða frá okkur kolsýruáfyllingarvél til góðs viðskiptavinar. Vélin er einföld í notkun og sparar flutning á tækjum til áfyllingar annarsstaðar. Hér er bæklingur.

Emde KUD3

KU3 vélarnar eru fáanlegar af þremur gerðum þ.e. fyrir loft frá loftptressu eins og þessi gerð og svo fyrir 230V eða 380V. Allar skila 3,5 kg/mín af kolsýru. Með slíkri vél þarf að taka áfyllislöngu ásamt Quick-CO2 áfyllingaráhaldi sem sparar mikinn tíma. Svo til viðbótar er vog. Yfirleitt eru allar slökkvitækjaþjónustur með loftpressu svo þessi gerð verður oftast fyrir valinu.

Fyrir um ári síðan seldum við kolsýruáfyllingarvél í slökkvitækjaþjónustu norður í landi þar sem veruleg aukning var hjá þeim í áfyllingum á kolsýrutækjum. Umstangið varð minna að geta hlaðið á stðnum í stað þess að þurfa að pakka tækjum senda í höfuðborgina og fá svo aftur kannski viku seinna með tilheyrandi flutningskostnaði. Slík vél fljót að borga sig. Betri þjónusta við viðskiptavini.

Mörg ár eða allt frá árinu 1986 höfum við selt áfyllingarvélar fyrir duft og kolsýru og eins þrýstiprófunarbúnað frá Emde. Vélar frá þeim eru um land allt.

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.