Merkjum hættusvæði

Eftir langt kuldaskeið eru veðraskil framundan í kortunum með hlýindum.  Mikið af snjó og klaka hefur safnast á húsþökum bygginga undanfarnar vikur sem núna á næstu dögum mun skila sér til jarðar vonandi án þess að slys verði á fólki.   Húseigendur geta borið ábyrgð á tjóni sem hlýst af þegar að snjór og klaki fer að falla af húsum.  Mikilvægt er að merkja hættusvæði sérstaklega fyrir vegfarendur svo ekki hljótist slys eða tjón af.  Í tilefni af því langar okkur í Eldvarnamiðstöðinni að brýna húseigendur að merkja hættusvæði vel til að koma í veg fyrir slys. 

hætta

 

Ekki er nægilegt að merkja hættuleg svæði einungis með keilu því mikilvægt er að strengja borða til að afmarka hættusvæði betur.  Eldvarnamiðstöðin býður upp á nokkrar lausnir með merkingar á svæðum sem gætu verið hættuleg.

keila 70 cm keila 70 cm 100 m borði

Tilboð:

Tvær keilur og aðvörunarborði á kr. 12.990

sjá vefverslun