Norðfjarðargöng nán­ast full­graf­in

Frétt tekin af vef mbl.is

Aðeins á eft­ir að grafa 104,2 metra í Norðfjarðargöng­um en nú þegar hafa verið grafn­ir 7.462 metr­ar.

„Form­legt gegn­um­brot verður þann 25. sept­em­ber,“ seg­ir Guðmund­ur Ólafs­son, verk­efna­stjóri hjá Suður­verki, sem sér um verkið. Viðhöfn verður höfð við spreng­ingu síðasta leggs gang­anna en Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, mun sprengja hann og mark­ar það lok graft­ar.

Þó eru tvö ár í að göng­in verði opnuð en þegar gegn­um­broti hef­ur verið náð á eft­ir að leggja bæði vatn og raf­magn, klæða veggi gang­anna og mal­bika.

Norðfjarðargöng