Ný gerð af Exel SL millikveikju


Nú í haust kom á markað frá Orica ný gerð af SL millikveikju (seinkara) sem er með 9 millisekúndna seinkun. Við erum ekki komin með þessa gerð á lager en erum að venju með þær gerðir sem mesta eftirspurnin er eftir eða frá SL17 til SL67.

Ekkert er því til fyrirstöðu að vera með þessa gerð á lager í annað hvort í 2.4m. lengd eða 4.8 m. lengd.

Exel SL númeraröðin
SL 9 er bleik á lit. Aðrar seinkanir hafa sama litinn áfram.

Exel SL Seinkanir Millikveikjur

Við viljum svo vekja athygli á að við erum komin með Lead in Line þ.e. kveikilínu í 1500 m. rúllum. Ef þið hafið áhuga og frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

Exel upplýsingar úr Fjellsprengeren