Ný slökkvibifreið fyrir Isavia komin til landsins


Til landsins er komin ný slökkvi- og björgunarbifreið fyrir Isavia smíðuð hjá Wawrzaszek í Póllandi. Við munum þegar tími vinnst til setja inn frekari upplýsingar um bifreiðina en í stuttu máli þá er hún byggð á Scania undirvagn 4x2 sjálfskipt með 450 hestafla vél. Áhafnarhús er af lengri gerðinni. Í áhafnarhúsi eru Scott Propak reykköfunartæki. Brunadælan er miðskips og afkastar 3000 l/mín við 10 bar og 3ja. m. soghæð. Ruberg froðukerfi er sambyggt dælunni. Skápar eru útbúnir með ýmsum innréttingum fyrir búnað sem við höfum þegar afgreitt til Isavia og þeir munu sjálfir koma fyrir í þar til gerðar festingar, hillur, veggi, skúffur og rekka .

 

ISAVIA RIV 3000
ISAVIA RIV 3000