BMW 56 hö. loftkæld fjórgengis boxervél 2ja strokka 1085 c.c. Sjálfvirkt innsog og hægt að aftengja vél frá
dælu. Einsþrepa Rosenbauer miðflóttaaflsdæla. Tvívirk sjálfvirk sogdæla aftengjanleg. Hljóðlát. Storz A 4” inntak.
Tvö B 2 ½” úttök. Afköst 1.800 l/mín við 6 bar., 1.600 l/mín við 8 bar., 1.200 l/mín við 10 bar. Þyngd um 180 kg.
tilbúin til notkunar. Rafstart.
Sérpakki sem samanstendur af sogbörkum 2,5, 3ja eða 4ra. m. með sigti m/loka, vírsigti og reipi.
Öflugar og öruggar brunadælur.
Nú á næstunni fær Slökkvilið Akureyrar samskonar dælu og verður það þá fimmtánda
Rosenbauer Fox dælan hérlendis. Með henni koma 3 m. sogbarkar og sigti en Brunavarnir Skagafjarðar tóku með sinni dælu 2ja m. barka.
Með dælunum er burðarrammi og hjól svo aka megin eins og hjólbörum.
Við óskum þessum tveimur slökkviliðum norðan heiða til hamingju með Rosenbauer Fox dælurnar en bæði
þessi lið þekkja vel til Rosenbauer framleiðandans þar sem þeir eiga Rosenbauer slökkvibifreiðar.
Eins og fram kom er þetta fimmtánda Rosenbauer Fox dælan hérlendis en um átján Rosenbauer lausar dælur
eru hér. Allar innfluttar nýjar. Hvað skyldu nú vera margar lausar brunadælur sem fluttar hafa verið inn nýjar
hérlendis ? Bara datt þetta í hug.
Benedikt Einar Gunnarsson