Nýjar merkingar á Exel kveikjum


Nú munum við fá á lager Exel kveikjur sem hafa merkingar í samræmi við U-Det seríuna (U500-U475 og svo framvegis) og eins tímanúmerið. Þá er U500 nr. 20, U475 nr. 19, U450 nr18 og svo framvegis niður í nr. 3 sem er þá U75.

Exel MS tímakveikjur

Við viljum skoða það hvort okkar viðskipavinir hafi áhuga á að við förum að vera með tímakveikjur á lager en eins og elstu menn muna þá byrjaði innflutningurinn á Nonel kveikjum (Exel) á slíkum númerum. Þetta þýðir stærri lager og meiri hættu á að lagerþurrð verði í vissum númerum.

Ef þið hafið áhuga á slíku sendið okkur upplýsingar um hvaða númer það væru og lengdir sem þið hefðuð áhuga á á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

Exel upplýsingar úr Fjellsprengeren