11.04.2001
Við erum komnir með sýnishorn af Securitex hlífðarfatnaði frá Kanada.
Við höfum valið að kynna tvær gerðir annars vegar hefðbunda gerð úr Nomex 7,5oz efni og hins vegar úr Duralite efni (Kelvar/Nomex
þræðir). Vasar og annað er í samræmi við þær óskir sem viðskiptamenn okkar hafa haft. Snið er svona mitt á milli þess
að vera stuttjakki og kápa. Rennilásar og franskir lásar. Buxur mittisbuxur eða með hærra baki. Hægt er að renna innra fóðri bæði
úr jakka og buxum. Vatnsvörn er úr öndunarefni Stedair 82/E-89. Fóður er Ultraflex stungið. Sniðin eru tvö Vectra og Ultra. Lítill munur milli
sniða. Vasar aðeins öðruvísi og jakki aðeins síðari í Vectra sniðinu. Á hnjám og ermum eru hlífðarefni. Duralit
fatnaðurinn er þjálli eða sleipari ef svo má að orði komast. Auðvelt að komast í. Afgreiðslufrestur er um 45 til 60 dagar ef um venjulegar
stærðir og útfærslur er að ræða. Uppfylla kröfur NFPA 1971 samkvæmt 2000 útgáfu. Helstu breytingar í þeirri
útgáfu er krafa um aukna öndun í fatnaðnum til að koma í veg fyrir ofhitnun og m.a. þess vegna er sú vatnsvörn sem er í flestum eldri
gerðum bandarísks fatnaðar hérlendis Neoprene ekki lengur boðið. Að öllum líkindum munum við kynna þessar gerðir á sýningu
í tengslum við ráðstefnu Brunamálastofnunar ríkisins nú í lok apríl.