Nýtt handhægt Combi tæki frá Holmatro: 5114

Holmatro tæki

Holmatro kynnti nýtt Combi tæki (bæði glenna og klippur), sem býður upp á mikið afl og glennubil miðað við stærð og þyngd tækisins. 

 Þetta er ekki bara öflug glenna því einnig er hægt að nota tækið að skera eða kremja efni. Þessi nýjasta gerð, 5114, er fáanleg í mismunandi útgáfum: handknúin, rafhlaðin eða búin CORE tækni (til að tengjast ytri dælu). Þyngd tilbúin til notkunar er frá 8,4 kg til 14,1 kg með glennubil 362 mm og minnst 33 kN glennukraft (skv. EN 13204).

 Val um burðarhandfang

Allar gerðir eru fáanlegar með nýju vinnuvistfræðilegu burðarhandfangi Holmatro, sem gerir þér kleift að beita tólinu auðveldlega í ýmsum stöðum. Þetta handfang er með 6 björtum ljósdíóðum, svo þú getur byrjað að vinna strax, dag eða nótt, án þess að skugginn hindri. Handknúnar og CORE útgáfur eru einnig fáanlegar með 360 gráðu snúanlegu og flötu samanbrjótanlegu handfangi. Þetta auðveldar notkun tólsins frá mörgum mismunandi hliðum og sparar pláss meðan í flutningi og geymslu.

Nýja 5114 gerðin er annað minnsta og léttasta Combi verkfærið í Holmatro línunni og býður upp á 81 mm meira glennubil en núverandi 5111 gerð.

Hér má lesa um 5114 EVO á heimasíðu Holmatro: https://www.holmatro.com/en/rescue/combi-tool-gct-5114-evo-3-excl-battery