Ólafur Gíslason & Co – í skýjunum

Dagný Guðmundsdóttir og Kristinn Eiríksson - undirritun

Ólafur Gíslason & Co hefur undirritað samstarfssamning við NVL ehf. vegna innleiðingu á Microsoft Business Central viðskiptakerfi í skýinu ásamt sérlausnum.  Þar á meðal eru sérlausnir frá NVL ásamt lausnum frá Wise og LS Retail.

Ólafur Gíslason & Co rekur félögin Eldvarnamiðstöðin ehf. og Rafborg ehf, félagið stendur á tímamótum í ár þar sem 100 ár eru liðin frá stofnun félagsins.  Aðalstarfsemi félagsins er innflutningur og endursala á vörum sem spanna vítt svið allt frá  Panasonic rafhlöðum og Mobiak slökkvitækjum og eldvarnavörum upp í fullbúna slökkvibíla fyrir slökkvilið landsins.   “Við erum gríðarlega stolt af þeirri arfleið sem félagið hefur byggt upp sl. 100 ár, við erum einnig stolt af því að hafa frá upphafi fengið viðurkenningu Credit info varðandi Framúrskarandi fyrirtæki.   Við erum einfaldlega í sjöunda himni með þessa áfanga okkar og á þessum tímamótum er rökrétt að fara með lausnir okkar beint í skýið í samstarfi við NVL.  Við viljum veita alhliða þjónustu og vera framsækin í nálgun okkar við að þjónusta okkar viðskiptavini með skýjalausnum.   Kerfið nær yfir allan rekstur Ólafs Gíslasonar & Co og hefur það að leiðarljósi að einfalda daglega vinnu starfsmanna með aukinni samþættingu við aðrar lausnir s.s.  vefverslun, tollakerfi og vöruhúsakerfi.  Við teljum að þetta sé mikilvægt skref í að þjónusta okkar fjölbreytta viðskiptavinahóp enn betur og erum mjög spennt yfir að hefjast handa” segir Dagný Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri.