Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu okkar var ætlunin að opna þjónustustöð í lok ágúst
mánaðar en við verðum því miður að fresta opnun fram í næst síðustu viku þessa mánaða.
Búnaðurinn sem til þarf er kominn til landsins. Þjálfunar og kennslubúnaður kemur eftir tvær vikur og í síðustu viku þessa
mánaðar mun stöðin taka til starfa. Það sem til þarf er að kosta hátt á þriðju milljón króna svo vel skal til
takast.
Þetta verður fyrsta Scott þjónustustöðin sem opnuð verður í samvinnu við Scott í Evrópu og Ameríku og eina viðurkennda
stöðin til að sinna
öllum Scott tækjum hérlendis. Stöðin verður tekin út af Scott sjálfum eftir að starfsmenn hafa
lokið þjálfun en hú fer fram 22. til 24. september. Frekari upplýsingar má lesa í fyrri frétt okkar
hér.
Eftir að stöðin verður komin í gagnið mun aðstaða Scott eigaenda gjörbreytast og þá vonandi engin vandamál við
skoðun tækja. Við höfum sótt okkur upplýsingar um sambærilega starfsemi í nágrannalöndum okkar og eins verðlagningu og mun verða
starfað í samræmi við þær.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar,
kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....