Í dag komu slökkviliðsmenn frá Akureyri að sækja nýjan búnað í nýja
slökkvibifreið sem þeir eru þessa dagana að fá afhenta.
Til flutnings notuðu þeir eina körfubifreið okkar Reykvíkinga sem þeir hafa fest kaup á lagfært og leggja af
stað á í fyrramálið þegar veður hefur gengið niður. Þessi körfubifreið er sú síðasta sem ekki er
tölvustýrð heldur af gamla skólanum með mekanískar stýringar. Það er eftirsjá fyrir okkur Reykvíkinga í þessari
bifreið en góðir eru viðtakendurnir.
|

Hér er verið að koma á bifreiðina börkum.
|
|

Ýmsar endurbætur á eftir að framkvæma.
|
|
Í nýju slökkvibifreiðinni sem Akureyringar eru að fá verður ýmis konar slökkvibúnaður frá okkur m.a.
Guardsman slöngur 4", 3" (bláar) og 1 1/2" rauðar og bláar. 4 1/2" plastbarkar með Storz A110 tengjum. A110 Sigti og vírsigti.
Protek stillanlegir úðastútar 1 1/2" með afköst í 475 l/mín og 2 1/2" með afköst í 950 l/mín.
Protek froðutrekt á 1 1/2" stútana. Protek vatnsbyssa af gerðinni 622-2 með 3.800 l/mín afkastagetu með
jálfvirkum úðastút. AWG Vatnsveggur 1.400 l/mín. Total Milli og þungfroðustútur og tilheyrandi
Total 400 l/mín blandari. Greinistykki A-BB, B-CBC, B-CC og safnstykki BB-A. Storz A/B, B/C minnkanir, skipatengi, ABC/BC lyklar, nornakústar og
AlcoLite krókstigi 4,3 m. langur ofl.
|
Hamingjuóskir með nýja búnaðinn og bifreiðarnar
|