Undanfarið hefur einn slökkvitækjasalinn verið á "húninum" hér í höfuðstaðnum í söluherferð
á slökkvitækjum og þjónustu. Boðinn er 15% afsláttur af þjónustu slökkvitækja og 20% afsláttur á nýjum
slökkvitækjum. Þetta tilboð er í gildi til áramóta.
Eitt er að gera vel og eitt er að bjóða afslátt og eitt er það hvað kostar varan endanlega./
Venjulegt verð okkar án allra afslátta á slökkvitækjum er lægra en auglýst verð hjá viðkomandi
slökkvitækjasala allan ársins hring. Ennfremur eru hér verð á þjónustu
slökkvitækja hjá okkur.
Til dæmis er verð á 2 kg. duftslökkvitæki hjá okkur á kr. 5.027 en hjá viðkomandi slökkvitækjasala á kr. 5.032 með 20%
tímabundnum afslætti. Munurinn heilar kr. 5. Væntanleg eru til okkar 2 kg. dufttæki um mánaðarmót sem munu kosta kr. 4.146 og þá er munurinn
kr. 886.
Hægt er að nefna fleiri tæki eins og 6 l. léttvatnsslökkvitæki sem er á kr. 7.593 hjá okkur en með 20% tímabundnum afslætti hjá
viðkomandi slökkvitækjasala á kr. 7.869 eða munur um kr. 276.
Stundum blindar há afsláttartala og menn gleyma að skoða hvað varan kostar í raun.
En framtakið er lofsvert að heimsækja alla húna í borginni og vekja athygli á eldvörnum. Það er aldrei of oft gert.
En þetta kostar sitt.