Tímabundin lækkun á verði á Waterfog stungustútum (rekstútum)


Við vorum að fá tímabundna lækkun á Waterfog stungustútum (rekstútum) en þó nokkur slökkvilið hér eru komin með Attack gerðina bæði 50 sm. langa og líka lengri gerðina 1,5 m. langa.

Waterfog háþrýstistungustútarnir eru af tveimur gerðum Attack og Restrictor. Attack stúturinn (árásarstútur) gefur fínan úða með dreifingu beint fram um 8 m. og 3 m. til hliðanna.

Fognail “Attack” 50sm lengd

Verð án VSK: kr. 49.220 án tengja.

Skoðið myndskeið um notkun hér

Waterfog FognailFognail Attack stungustútur (árásarstútur)og Fognail Restrictor stungustútur (varnarstútur). Attack stúturinn (árásarstútur) gefur fínan úða með dreifingu beint fram um 8 m. og 3 m. til hliðanna. Restrictor sem er varnarstútur dreifir um 5 m. til hliðanna og um 2 m. fram.

Báðar gerðir eru fyrir lágþrýsting eða háþrýsting. Við setjum annað hvort D25 eða HD25 Storz tengi á stútana eftir því hvort þeir verði settir á lágþrýsting eða háþrýsting.

 
Stútarnir eru fáanlegir í 50 sm. lengd en einnig er hægt að fá þá í 1,5 m. lengd þ.e. báðar gerðirnar en þá er verðið kr. 62.295 án VSK.

 Hér tökum við saman verðið

365240 Stungustútar Attack 50 sm á kr. 49.220 án VSK.
365240 Stungustútar Restrictor 50 sm á kr. 49.220 án VSK.

365244 Stungustútar Attack XL 150 sm á kr. 62.295 án VSK.
365244 Stungustútar Restrictor XL 150 sm á kr. 62.295 án VSK.

365xxx Swedfor Hamar kr. 33.585 án VSK.
365xxx Swedfor taska kr. 31.865 án VSK.

365xxx Swedfor greinistykki án tengja kr. 30.140 án VSK.

Sjá bækling

Á heimasíðu Brunavarna Árnessýslu er fróðlegt myndband sem þeir gerðu um notkun þessara stúta. Hér er annað myndband sem Þórður Bogason gerði. 

Í boði er líka duft-rekstútar af tveimur gerðum. Annars vegar Restrictor og svo Attack 700mm langir. Þetta eru aðeins lengri stútar. Með þarf slöngu ásamt tengjum og er tengið sem fer upp á slönguna frá slökkvitækinu alhliða tengi sem passar á velflest venjuleg slökkvitæki. Verð án VSK. er kr. 49.975 á báðum gerðum Vnr. 365250. Slanga m/tengi er á kr. 28.120 án VSK.

 

Dafo duft rekstútar í slökkvistörf

Frekari upplýsingar í bæklingi og eins má sjá hér myndband.

Hafið samband sem fyrst ef þið hafið áhuga á að panta í síma 568-4800 og/eða á netfangið oger@oger.is þar sem þessi tímabundna lækkun rennur út 20. febrúar