Verð á sprengiefnum og hvellhettum


Um áramót fengum við tilkynningar um verulegar verðhækkanir á sprengiefnum og hvellhettum frá birgjum okkar. Þessar hækkanir eru á bilinu 8 til 12%. Ásamt þessum hækkunum tilkynntu skipafélögin um hækkanir. Við erum þessa dagana að vinna í útreikningum en stefna okkar er að verð breytist ekki á helstu gerðum sprengiefna og hvellhettna sem við erum með á lager.

Það eru allar líkur á að það takist hjá okkur að halda verði óbreyttu en ef krónan okkar veikist á næstu mánuðum munum við þurfa að taka verðlistann okkar til endurskoðunar.

Orica