Við kynnum froðuslökkvikerfið Firecafs F-220

Við kynnum froðuslökkvikerfið Firecafs F-220 en þetta kerfi er og verður í nokkrum slökkvibifreiðum innan skamms. Við bjóðum kerfið ísett í nýjar bifreiðar sem við seljum eða til ísetningar í bifreiðar viðskiptavina okkar. Kerfið er einfalt í ísetningu og notkun. Smellið á myndina og þá opnast heimasíða framleiðanda með greinagóðar upplýsingar.

Firecafs F-220 froðuslökkvikerfi

Firecafs F-220, en þessi gerð er gerð fyrir minni bíla. Sjálfstæð með bensínvél B&S Vanguard og loftþjöppu. Eldsneytistankur 9 +22 l. Þjappan gefur 780 l/mín við 8 bör (afkastageta 1,5m2/mín). Hámarksþrýstingur 2ja þrepa miðflóttaaflsvatnsdælu 10 bar og 240 l/mín (Ál og bronz). Froðublandari með stiglausri stillingu 0,3 til 2,5%. Afkastageta með froðublöndu 1600 l/mín við 8 bör. Blöndunarhlutfall 0,3 til 2,5% hlutfallsdæla. Þennsluhlutfall 6 (blaut froða) og um 20 (þurr froða). Ef eingöngu er dælt vatni er afkastagetan 220 l/mín við 8 bar. Handvirkt sog. Stýribúnaður er með öllum aðgerðum. Inntak og úttak 1,5“ og inntak á tank 2“. Þyngd 260 kg. Stærð L 1200 x B600 x H1100mm. Aukabúnaður skolkerfi, þurrkkerfi og fjarstýribúnaður. EN 16327:2014: CAFS 200 og EN 16327:2014: PPPS 200



Stærðin og aðgengi gerir það mögulegt að koma Firecafs F-220 fyrir í hliðarskáp í velflestum slökkvibifreiðum. Á vinstri hlið má koma fyrir froðubrúsa og eldsneytistanki.

Ýmis aukabúnaður er fáanlegur frá framleiðanda eins og slöngukefli, slöngurekkar, slöngur, úðastútar ofl.

Fleiri gerðir eru fáanlegar en þetta er sú gerð sem valin hefur verið í t.d. MB Sprinterana sem við höfum verið að selja undanfarið.

FIRECAFS FROÐUR: Froður frá Firecafs hafa verið sérstaklega þróaðar til framleiðslu á þrýstiloftsfroðu. Þreföld slökkvitækni vegna kælingar, einangrunar og aðskilnaðaráhrifa. Óviðjafnanleg gegndræpi fyrir slökkvidýpt og lágri notkun froðuefnis.
HVAR: Froður frá Firecafs má nota alls staðar: í mannvirkjaslökkvistarfi, umferðarslysum, olíu og gasi, iðnaði, flugi, endurvinnslu, vöruhúsum, bátum og gróðureldum.
ÞYKKNI: Froður frá Firecafs eru góðar til að væta og kæla eldsneyti, bæla niður eldfimar gufur og draga úr reyk. Froður frá Firecafs hafa einnig ógegnsætt yfirborð til að endurkasta hita, mynda einangrandi loftbólur, halda slökkvivatni á hvaða yfirborði sem er, eru lífbrjótanlegar og hafa lágt blöndunarhlutfall frá 0,1 prósenti til 1 prósent.
SÉRSTAKIR EIGINLEIKAR: Froður frá Firecafs auki getu vatns til að komast inn í eldsneytisgjafa allt að 1.000 sinnum betur með því að draga úr yfirborðsspennu. Froða frá Firecafs eykur kælingargetu vatns um allt að 300 prósent.
AÐRIR EIGINLEIKAR: Lágt hlutfall fyrir langan notkunartíma og sparnað í notkun, blandanlegt við ferskt vatn og sjó, mjög góður niðurbrjótanleiki flúorlausrar slökkvifroðu.

 

Hafið samband við sölumenn okkar í síma 568-4800 eða gegnum netfangið oger@oger.is ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum.