Við vorum að taka inn stóra sendingu af slökkvitækjum og brunaslönguhjólum


Við vorum að taka inn stóra sendingu af slökkvitækjum og brunaslönguhjólum svo við erum nokkuð vel birg á vormánuðum. Eigum svo væntanlega í apríl sendingu frá nýjum birgja. Frá honum verðum við með m.a. nýjar stærðir af léttvatnstækjum.

Við verðum að hækka verð en við kaupum aðallega inn frá Evrulöndum og krónan hefur veikst gagvart Evru um 12 til 13%. Hækkun okkar núna er um 3,5% á sumum tækjum en við ætlum að reyna að halda sama verði á vinsælustu brunahjólaslöngu-gerðunum þ.e. brunaslönguhjólum á vegg og í skáp.

Léttvatnsslökkvitæki

Ogniochron duftslökkvitæki Ogniochron kolsýruslökkvitæki

 

Gras hjól í skáp

 Gras hjól í skáp  Gras hjól

 
Hvetjum ykkur til að skoða nýja heimasíðu birgjans okkar Gras sjá hér. Hér má líka sjá nýjasta bæklinginn þeirra.

Eins og áður sagði fengum við líka stóra sendingu af slökkvitækjum sem eru eins og brunaslönguhjólin tilbúin til afgreiðslu strax.

 

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.