Wiss Iveco Daily slökkvibifreið til sölu


Við getum boðið Wiss Iveco Daily slökkvibifreið af árgerð 2016 Euro 6 til sölu og afgreiðslu strax. Bifreiðin er lítið ekin og var notuð sem sýningabifreið í örfá skipti þar sem kaupandinn ákvað kaup strax á nokkrum slíkum bifreiðum.

Heildarþyngd er 5,5 tonn og vélarstærð 170 hestöfl. Hámarkstog 400 Nm við 1250 til 2889 sn. Sex gíra, diskabremsur og ABS. Heildarlengd 5630mm, breidd 2020mm og hæð 2750mm.

 Wiss Iveco Daily slökkvibifreið  Wiss Iveco Daily slökkvibifreið  Wiss Iveco Daily slökkvibifreið


Ökumannshús 3ja sæta og ökumannssæti stillanlegt, Öryggisbelti fyrir þrjá.

Yfirbygging ryðvarin úr stáli og áli. Tvö vinnuljós á hvorri hlið og eitt að aftan. Þakið er vinnugólf og gert m.a. fyrir stiga, sogbarka og fl. Stigi á yfirbyggingu til að komast upp á þakið. Allar rennihurðir með þéttilistum til að verjast ryki og vatni ásamt læsanlegum lokunarhandföngum. Í hverjum skáp eru díóðuljós sem kvikna þegar hurðir eru opnaðar. Tvö blá ljós á ökumannshúsi og eitt á yfirbyggingu að aftan. Tvö blá ljós að framan.

Vatnstankur er úr trefjaplasti 1000 lítra og innbyggður 100 l. froðutankur einnig úr trefjaplasti. Dælan mótordrifin er staðsett í aftasta skápnum ásamt froðubúnaði. Í aftari skápnum hægra megin er rafdrifið slönguhjól.

Dælan er af gerðinni Tohatsu VC85BS en á henni eru tvö 2 1/2" úttök og eitt 4" inntak. Dælan skilar við 3ja m. soghæð 1660 l/mín við 8 bara þrýsting.

Verðið er kr. 16.760.000 án VSK til slökkviliða (engin aðflutningsgjöld 5,5 tonn)

Hér er tæknilýsing yfir bifreiðina og eins yfir Tohatsu dælur.

Ef þið hafið áhuga eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.