Sinuklöppur og slökkvitæki


Nauðsynlegt er fyrir landeigendur og sumarbústaðaeigendur að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld í grónu landi. Hver sekúnda getur skipt máli ef eldur kemur upp. Eldklöppur og aðangur að garðslöngu er lágmarksútbúnaður.Fyrir um sex árum varð mikil hreyfing á sölu á ýmsum búnaði til slökkvistarfa á eldum í lággróðri. Hér má lesa frétt frá árinu 2014 þar er verið að sýna hvernig hægt er að koma fyrir slíkum klöppum á sumarhús svo allir geti átt aðgengi að þeim til nota við slökkvistörf.

Við viljum vekja athygli á heimasíðunni www.grodureldar.is en þar má finna mikinn fróðleik um forvarnir, búnað til slökkvistarfa, flóttaáætlanir og skipulag.

Heyrðu í okkur  í  síma 5684800. eða á oger@oger.is

19 l bakpoki sinuklöppur eldklöppur

 

 

Í Félagi húseiganda að Snæfoksstöðum er verið að setja upp "klöppustanda" Einstaklega vel að því staðið og standarnir falla vel inn í umhverfið. Sjálfboðaliðastarf og skemmtileg lausn.

Ánægðir með verkið

 

logo