SJÁLFVÆTANDI SLANGA

græn slanga

 

SJÁLFVÆTANDI SLANGA

Eldvarnamiðstöðin hefur tekið í sölu sjálfvætandi brunaslöngu frá þýska fyrirtækinu PARSCH.

Slangan er sérstaklega hönnuð til að nota við slökkvistarf í skógi og gróðurlendi og hentar því einkar vel hér á landi í baráttu við kjarr- og sinuelda.

 

Sjálfvætandi brunaslangan frá PARSCH er slitþolin, létt og sveigjanleg; hún hefur gott aldursþol og er ónæm fyrir áhrifum ósons. Að innan er hún fóðruð með sérstakri tvíþátta gúmmíblöndu, styrktarkápan er ofin úr afar sterkum pólýesterþræði og ytra byrðið, sem er flúrljómandi, býr yfir góðu viðnámi gegn olíum, eldsneyti og alls kyns kemískum efnum.

Eiginleikar:

slitþolin, létt og sveigjanleg,

aldurs- og ósonþolin, ónæm að utan

fyrir olíum, eldsneyti og efnavörum

 

Hitaþol:

kuldaþolin að - 30°C

hitaþolin upp að + 100°C (hærra í stuttan tíma)

tafla

 

Erum með á lager  1“  (25mm) 20mtr og með Storz D tengi. Sérpöntum aðrar stærðir. 

Eiginleikar:

slitþolin, létt og sveigjanleg,

aldurs- og ósonþolin, ónæm að utan

fyrir olíum, eldsneyti og efnavörum

 

Hitaþol:

kuldaþolin að - 30°C

hitaþolin upp að + 100°C (hærra í stuttan tíma)

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við þjónustu menn okkar í síma 568-4800 eða gegnum netfangið oger@oger.is

logo