Fergjun með sprengimottum


Þegar sprengimottur eru notaðar við fergjun yfir skotstað er hætta á að kveikjur missi samband. Í síðasta tölublaði Fjellsprengeren er fróðleg grein um fergjun og þau vandkvæði sem fylgja. Þegar Exel kveikjur eða aðrar kveikjur aðrar en rafmagnskveikjur eru notaðar í skot þá er ekki hægt að yfirfara tengingar eins og þegar rafmagnskveikjur eru notaðar.
Motta getur vegið um 2 tonn og þegar er verið að koma henni fyrir getur auðveldlega millikveikja slitnað úr sambandi.

Ýmsar aðferðir eru notaðar til að hindra þetta m.a. eins og fram kemur í þessari grein að nota grjót eða borsalla.

Fergjun með sprengimottum
Ef smellt er á myndina kemur greinin til aflestrar í heild sinni.

 

.