Fyrir örfáum mínútum var skrifað formlega undir samning um kaup á slökkvibifreið sem staðsett
verður á flugvellinum á Egilsstöðum en bifreiðin er í eigu Flugmálastjórnar og Brunavarna á Héraði og kemur í stað
slökkvibifreiðar sem við seldum þessum aðilum árið 1997 á flugvöllinn.
Frekari upplýsingar um bifreiðina munu birtast á nýju ári á heimasíðu okkar en hér er undirvagn
af Scania gerð 6x6 sjálfskipt með áhafnarhúsi fyrir allt að sex menn. Dæla er af gerðinni Ruberg R40/2.5 og úðabyssur af gerðinni Akron
Brass. Bifreiðin verður smíðuð í Póllandi af ISS-Wawrzaszek eins og allar þær nýjar slökkvibifreiðar sem seldar hafa verið til
landsins í ár.
|
Til hamingju Flugmálastjórn og Brunavarnir á Héraði
|

|
Hér eru samankomnir aðilar samingsins í húsnæði Ríkiskaupa. Frá vinstri er
Magnús Geir Sigurgeirsson frá Rískiskaupum, Jón Baldvin Pálsson frá Flugmálastjórn, Benedikt Einar Gunnarsson frá Ólafi
Gíslasyni & Co hf., Sævar Sigbjarnarson formaður stjórnar Brunavarna á Héraði og Bragi Pálmason frá Flugmálastjórn. Myndina
tók Benjamín Vilhelmsson frá Ólafi Gíslasyni & Co hf.
|
|
Sjá fyrri fréttir |
|
|
Opnun útboðs 18. nóv 2005
|
Tilkynning frá Ríkiskaupum 9. des. 2005
|
Frétt af fréttavef Fljótsdalshéraðs 16. des. 2005 |