Heimsókn til Slökkviliðs Snæfellsbæjar Ólafsvík

Holmatro Ólafsvík

4. nóvember 2019 fórum við með Holmatro í heimsókn til Ólafsvíkur þar sem Holmatro sýndi björgunartæki. Martijn frá Holmatro hélt smá tölu um ýmislegt sem ber að huga að við klippingu á bílum og þá sérstaklega nýju raf- og "hybrid" bílunum sem fjölgað hefur á götum landsins. Eftir smá fyrirlestur fengu menn að prófa tækin og fengu smá "tips" um notkun tækjanna og þeir voru ekki lengi að tæta í sundur bílinn. Myndirnar tala sínu máli. Við kunnum heimamönnum miklar þakkir fyrir góða móttöku og mætingu. Hér má sjá nokkrar myndir og myndskeið.

Hér má finna meiri upplýsingar um Holmatro tækin: https://www.oger.is/is/slokkvilid/bjorgunartaeki-og-verkfaeri/holmatro-bjorgunartaeki