Við erum sífellt að bæta við það úrval af Gras brunaslönguhjólum og skápum, sem við bjóðum, enda eru þessar
vörur á einstaklega góðu verði og líklega á því besta, sem býðst hérlendis í dag.
Við vorum að bæta inn á
heimasíðuna okkar upplýsingum
um nýjungar, en á síðu okkar er aðeins lítið brot af því, sem hægt er að bjóða frá framleiðandum Gras. Við
hvetjum ykkur, sem áhuga hafa að skoða
heimasíðu Gras, en hún er einstaklega greinagóð og vel unnin.
Við erum tilbúin að bæta við það úrval, sem við þegar bjóðum.
 |
HW-19S brunaslönguhjól í skáp á vegg fyrir opnun til hægri eru fáanleg í nokkrum gerðum og stærðum. Hjólin eru þau
sömu og 19 mm. hjólin hér að ofan. Hjólið er á ás á sleða sem rennt er út úr skápnum. Skápurinn er hvítur
RAL 9010 og hjólin eru rauð RAL 3000.
HW-19W 3/4" x 30m. Skápur 700x840x220mm.
Sjá teikningu.
Fáanleg í fleiri gerðum með t.d. plássi fyrir slökkvitæki undir hjóli. Þessa gerð sérpöntum við ennþá.
|
 |
Frístandur til að setja skáp á. Helsta gerðin er DN19UN en sú gerð er fyrir skápa með 3/4" slöngu 25 eða 30 m. langri. Til eru
aðrar gerðir fyrir þá stærri skápa. Atriði er að skápur sé í réttri hæð 630mm.
Tvær slíkar stoðir eru á hvern skáp en einnig eru til aðrar lausnir eins og ein stoð sem skápurinn hvílir á og eins sérstakar
fætur undir hvorn enda skápsins. |