Kynningarslæður frá Holmatro Roadshow

Við vorum með vel heppnaða kynningu á nýjustu rafmagns björgunartækjunum frá Holmatro, EVO3, klippum, glennum og Combi tækjum í síðustu viku. Eins sýndum við nýjustu lyftipúðana og stjórntæki þeirra.

Martijn van der Horst var með PowerPoint kynningu og eftir hana var farið í að klippa bíla. Mikil ánægja var með þessa kynningu og menn fengu að taka í tækin og 5-6 bílar voru tættir í sundur með þessum tækjum.

Holmatro tækiHolmatro tækiHolmatro tæki

Eftir þessa kynningu var beðið um að fá kynninguna í slæðu formi. Nú hefur Martijn gefið kost á því og hann hefur sent okkur kynninguna. Hér getur þú sótt kynninguna á PDF formi.

Hafið endilega samband við okkur ef ykkur vantar frekari upplýsingar.

Björgunartæki Holmatro á internetinu: https://www.holmatro.com/en/rescue