Rosenbauer vatnstankshæðarmælar


Við höfum átt í vandræðum með að útvega vatnshæðarmæla í vatnstankana á Rosenbauer slökkvibifreiðunum sem við höfum flutt inn. Rosenbauer gat ekki útvegað svo með góðri aðstoð eins viðskiptavinar okkar tókst okkur að hafa upp á framleiðandandum í Bandaríkjunum. Við eigum á lager núna eftir fyrstu sendinguna mælir sem er 1500 x 30mm og passar m.a. í 3400 l. tank. Hver mælir er sérsmíðaður og það þýðir að það þarf að mæla leggjarlengdina. Rosenbauer slökkvibifreiðar eru m.a. hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Brunavörnum Árnessýslu, Brunavörnum Suðarnesja, Brunavörnum Rangárvallasýslu, Slökkviliði Fjarðabyggðar, Brunavörnum Austurlands, Slökkvilið Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Slökkviliði Ísafjarðarbæjar og Isavia. Fleiri en ein bifreið hjá þessum liðum. Það er vitað að þessi ákveðna gerð er ekki í öllum þessum bifreiðum.

Vatnshæðarmælir í vatnstank


Ef frekari upplýsinga er þörf eða þið viljið panta sendið þá póst á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.