Við höfum afhent nokkur bakbretti ásamt ólum og höfuð og hálskraga en verðið á þessum brettum er ótrúlega gott. Það má nánast fá þrjú fyrir eitt af þeim gerðum sem við þekkjum til.
Nokkuð hefur verið spurt um leðurskó uppreimaða en við höfum ekki verið með slíka skó á lager en ef eftirspurn eyfir þá erum við tilbúin að skoða það að vera með slíka skó á lager. Verðin sem við gefum upp eru áætluð verð til slökkviliða án VSK.
UB gerðin er lítil og nett og fáanleg með ýmsum fylgihlutum eins og mannopshólk og ýmsum lengdum af börkum. Eins má fá gashitara til að tengja við og nýta blásarann til upphitunar. Við eigum fyrirliggjandi þessa blásara núna.