Fréttir

Ámundi slstj. afhendir slökkvitæki

Eldur kom upp í íbúðarhúsi Jóns Salmannssonar og Helgu Hermannsdóttur við Hvanneyrarbraut 59 á Siglufirði 9. febrúar síðastliðinn. Fólkið var í fastasvefni og vaknaði upp við reykskynjara. Ljóst er að það bjargaði heimilisfólkinu.
Lesa meira

Pubil Gauge pennaljós komin

Pubil Gauge pennaljós eru komin aftur á lager. Fengum takmarkað magn í haust til að kanna eftirspurn og það kom í ljós að það var full ástæða til að vera með þessa gerð af ljósum á lager. Við erum komin með þau aftur og verðlistaverð er kr. 489,- pr. stk. 6 stk. í pakka.
Lesa meira

Nýtt IMO merki Söfnunarsvæði

Við erum komin með nýtt merki í merkjaúrvalið okkar, en það er merkið söfnunarsvæði. Það er í stærðinni 300 x 300 mm. Talsvert verið spurt um þetta merki að undanförnu.
Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki 2011

Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Við hlutum viðurkenningu 2010 og nú aftur 2011.
Lesa meira

Medsun CPR einnota blástursgrímur

Medsun CPR einnota blástursgrímur eigum við á lager á góðu verði og munum til mánaðarmóta febrúar, mars bjóða á sérstöku tilboðsverði eða aðeins kr. 572. Verðlistaverð er kr. 886
Lesa meira

Apirol-FX3 flúorprótein froða til eins álveranna

Í janúar afgreiddum við flúorprótein froðu til eins álveranna en við höfum yfirleitt afgreitt frá okkur froðu í 25 l. brúsum eða 200 l. tunnum en nú kom froðan í IBC 1 tonna flutningstank.
Lesa meira

Coltri MCH13/ET Loftpressa til slökkviliðs

Við afhentum nýlega til eins slökkviliðs Coltri MCH13/ET loftpressu en þessi stærð og gerð hentar mjög mörgum slökkviliðum hérlendis.
Lesa meira

Ný vefsíða um Protek úðastúta

Úða og kaststúta framleiðandinn Protek hefur sett í loftið nýja heimasíðu sem við hvetjum ykkur til að skoða.
Lesa meira

Calisa hlífðarhjálmar til Brunavarna Skagafjarðar

Hjálmarnir eru frá fyrirtækinu KZPT og eru á mjög góðu verði, viðurkenndir samkvæmt allra nýjasta staðlinum eða EN 443:2008. Þó nokkur slökkvilið eða alls um 14 lið eru komin með þessar gerðir af Calisia hjálmum en við erum aðallega að bjóða tvær gerðir.
Lesa meira

Veruleg hækkun á Ammoníum Nítrati

Birgi okkar hefur tilkynnt tæplega 12% hækkun á Ammoníum Nítrati. Verð mun án efa hækka en spurning hvort það verði gert í einhverjum áföngum.
Lesa meira