Uppblásin björgunartjöld frá Losberger SAS

 

Ólafur Gíslason & Co býður nú Losberger De Boer tjaldlausnir

 

Viðbragðsaðilar, verktakar, félagasamtök, og fyrirtæki í eftirlitsiðnaði hafa um árabil treyst á þekkingu og reynslu ÓG&Co á sviði tjaldlausna þar sem þörf er öflugum skjóli gegn veðri og vindum fyrir fólk, búnað og varning.

 

Fyrirtækið er afar stolt af nýjustu viðbótinni í þessum efnum en nýverið hófst samstarf við franska fyrirtækið Losberger De Boer sem er leiðandi á sviði þróunar og framleiðslu hraðreistra léttmannvirkja fyrir krefjandi aðstæður.

 

Í 70 ár hafa vörur Losberger gengt lykilhlutverki um allan heim þar sem þörf er á meðfærilegum lausnum sem hægt er að raða saman eftir þörfum. Möguleikarnir eru fjölmargir hvað varðar stærðir og útfærslu en að auki býður Losberger mikið úrval aukahluta á borð við hitara, gólfefni, bekki og geymslulausnir sem hannaðir hafa verið í nánu samráði við kröfuharða viðskiptavini.

 

Í áratugi hafa tjöld og fylgihlutir Losberger verið staðalbúnaður m.a. hersveita, slökkviliðs, lögreglu og sjúkraliðs sem hratt og örugglega þurfa að skjóta skjólshúsi yfir vettvang slysa eða björgunaraðgerða, reisa vinnubúðir og vernda umfangsmikinn búnað.

 

Ráðgjafar okkar hlakkar til að bæta þér í stóran hóp ánægðra viðskiptavina en þau eru ekki mörg fyrirtækin sem í jafn miklum smáatriðum leggja ofuráherslu á ánægjulega upplifun þeirra sem við erfiðar aðstæður treysta á vörur Losberger De Boer.

 

Vefsvæði Losberger De Boer LINKUR

 

 

Flest öll uppblásin braggatjöld hjá björgunaraðilum hér eru frá Ansell eða Trelltent en þau höfum við selt. Algengustu tjöldin voru af gerðunum Trelltent TT3/2 og TT3/4 þ.e. 3ja eininga með annað hvort tvær dyr eða fjórar. Þessir björgunaraðilar eru Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið Akureyrar, Isavia á Keflavíkurflugvelli, Björgunarsveitin Gerpir, Björgunarsveitin Suðurnes og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

 Losberger de Boer tjöld


High Pressure Tents (Björgunarsveitatjöld - Braggar - Uppblásin)
Heavy Duty TAG Tents (Björgunarsveitatjöld - Uppblásin)
TMM Inflatable Tents (Stjórar skemmur uppblásnar)
Lightweight Trendline Tents (Björgunarsveitatjöld - Uppblásin)

Collective Decontamination Tents (Spilliefnasturtu eða skoltjöld - Uppblásin)

Sjá heimasíðu okkar þar sem fram koma upplýsingar um þær gerðir sem eru hér.

 

Viltu vita meira um Losberger uppblásin björgunartjöld, skemmur eða tjöld.  ?

Hringdu í okkur eða sendu okkur línu  568 4800 eða oger@oger.is