Fyrir einhverju síðan vorum við að afgreiða til eins góðs viðskiptavinar talsverðan fjölda af Calisia CV103 hjálmum ásamt Mactronic M Fire 02 hjálmljósum.
Við höfum tekið inn nýja gerð af AMS gasskynjara fyrir 12V. Gerðin nefnist P100 og er rofi á skynjaranum til að slökkva á honum. Um leið lækkuðu allir AMS gasskynjarar í verði.
Nýverið afgreiddum við frá okkur þriðju Tohatsu VE1500 dæluna til slökkviliðs á Vesturlandi. Í gegnum tíðina höfum við selt yfir 25 lausar brunadælur frá Tohatsu til slökkviliða og fyrirtækja.
Interspiro QSII reykköfunartæki aftur á snarsölu. Um daginn vorum við með snarsölu á Interspiro reykköfunarækjum. Ekki alveg öll tækin seldust og ákváðum við að endurtaka leikinn.
Nú í síðustu viku fóru Benedikt Harðarson og Kjartan Blöndahl á endurmenntunarnámskeið í þjónustu á Holmatro búnaði. Um leið var gefin út skírteini og vottorð á viðurkenndri Holmatro þjónustu á Íslandi.
Við lokum vegna árshátíðarferðar starfsfólks föstudaginn þann 21. apríl. Við biðjum þá sem þurfa á vörum eða þjónustu að halda að hafa samband á morgun þriðjudag og miðvikudag (síðasta vetrardag).
Interspiro QSII reykköfunartæki á snarsölu. Um daginn vorum við með snarsölu á nokkrum Interspiro reykköfunarækjum. Öll tækin seldust og ákváðum við að bæta við fleiri tækjum sem verða tilbúin til afgreiðslu á næstu dögum. Tilboðið stendur 18. og 19. apríl 2017
Nýverið breyttum við Holmatro setti af árgerð 2001 yfir í einnar slöngu kerfið Core. Slöngurnar voru komnar á tíma og þess vegna tilvalið að stíga inn í nútíðina með allt settið.