Til sölu er Rosenbauer sýningarbifreið Rosenbauer TLF 2000 AT á 13 tonn Atego 4x2 undirvagni. Vel útbúin bifreið. Sjálfskipt með 290 hestafla vél. 2ja manna ökumannshús og í yfirbyggingu er plass fyrir fjóra reykkafara.
Við höfum nú gert fleiri pantanir á sérmerktum vestum fyrir nokkra viðskiptavini. Vestin eru í rauðum, hvítum og grænum lit með mismunandi áprentun og merkingum.
Í september munum við bjóða Holmatro björgunartæki rafhlöðudrifin eða vökvadrifin á tilboði. Í vor heimsóttum við nokkur slökkvilið og vorum með kynningar.