Eldvarnir á heimilum - Komið með tækin til okkar

Eldvarnir á heimilum, vinnustöðum og sumarbústöðum.

               Slökkvitæki                        Reykskynjari                         Eldvarnarteppi

Reglulega viljum við minna fólk á að huga að eldvörnum á heimilinu sem og annarsstaðar.

Slökkvitæki - Hefurðu athugað slökkvitækin þín nýlega?
Slökkvitæki ætti að vera til staðar á öllum heimilum.
Mánaðarlega skal athuga hvort réttur þrýstingur sé á tækinu.
Mælt er með að yfirfara tækið hjá þjónustuaðila á tveggja ára fresti.
Á 5 ára fresti skal endurhlaða slökkvitæki hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

Reykskynjarar - Hefurðu prófað reykskynjarana þína nýlega?
PRÓFUN: Prófið skynjarana eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði helst vikulega. Rafhlöðu og hljóðmerki má prófa með því að þrýsta á hnapp á skynjaranum í nokkrar sekúndur. Ekki skal bera eld að skynjaranum. Til er sérstakt reykskynjaragas til að prófa reykskynjara.
Prófið skynjarana ávallt þegar heim er komið að loknu leyfi.
VIÐHALD: Hreinsa þarf skynjarann a.m.k. einu sinni á ári vegna ryksöfnunar. Takið rafhlöðuna úr og ryksjúgið skynjarann vandlega. Setjið svo rafhlöðuna í og prófið með að þrýsta á hnappinn. Einnig eru til skynjarar tengdir á 220V með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Við hreinsun skal slá út í rafmagnstöflu og aftengja hvern skynjara. Góð regla er að skipta um rafhlöðu árlega.

Eldvarnarteppi.
Mælt er með að hafa eldvarnarteppi til taks í eldhúsinu.

Hafið samband í síma 568-4800, með tölvupósti: oger@oger.is, farið á vefverslunina okkar https://www.oger.is/is/vefverslun eða komið í heimsókn til okkar að Sundaborg 7.

Nánari upplýsingar um eldvarnir má lesa á heimasíðu okkar: https://www.oger.is/is/eldvarnir/slokkvitaeki/val-a-slokkvitaeki