Slökkvilið Akureyrar fékk nú í febrúar og mars Holmatro Power Shore stoðbúnað af svipaðri gerð og
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk fyrir rúmu ári síðan.
Við erum nýkomnir með kolsýruvagna á hjólum á lager í stærðunum 9 kg. og 23 kg. en nokkur eftirspurn hefur
verið eftir þessum stærðum. Þeir eru útbúnir með slöngu og horni. Minni gerðin er með handfangsloka en sústærri með
skrúfuðum loka. Verð þessara vagna er mjög gott og hafa sumir kaupendur nýtt þessa vagna til að útbúa kolsýrukerfi um borð í
skip og báta.
Við erum að ljúka gerð verðlista fyrir endurseljendur. Við höfum hækkað verð lítillega en eins og
öllum endurseljendum er kunnugt um höfum við ekki hækkað verð síðan í maí 2001. Þá var gengi erlendra gjaldmiðla mjög
svipað og það er í dag. Við höfum á þessu tímabili tekið á okkur allar erlendar verðbreytingar og þá verulegu
hækkun erlendra gjaldmiðla sem var fram á mitt síðasta ár en hefur síðan þá farið lækkandi og er komið til samræmis og
þá var. Á þessum tíma hafa orðið hækkanir á flutningskostnaði, launahækkanir og svo aðrar innlendar kostnaðarhækkanir
að ógleymdu eldneytisgjaldi eða olíugjaldi sem farmflytjendur innheimta.
Verðlistar verða póstlagðir í byrjun næstu viku en verðbreytingar hafa þegar tekið gildi.
Við getum boðið ykkur verkfæri eins og skoðunarljós, loftmæla, alhliða lykla og svo alhliða
köfnunarefnishleðslutæki á ágætu verði. Þetta eru samskonar verkfæri og við notum í slökkvitækjaþjónustu okkar og
hafa reynst mjög vel.
Gleðilegt ár !!!!!
Þann 5. desember síðastliðinn kynntum fyrir ykkur FirePro
slökkvibúnaðinn. Við erum nú komnir með nægar birgðir af FirePro slökkvibúnaðnum á lager og getum afgreitt
helstu stærðir eins og óskað er eftir.
Frétt af vef Morgunblaðsins í morgun. (13/12 2002)
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á Reykjavíkurflugvelli verða
afhentir tveir nýjir björgunarbátar og nýr slökkviliðsbíll í dag. Slökkviliðsbíllinn er sá fullkomnasti sem til er á
flugvöllum á vegum Flugmálastjórnar. Björgunarbátarnir eru af gerðinni Zodiac Mark V og getur hvor um sig borið allt að 15 til 20 menn. Með
þessum búnaði er verið að efla slökkvi- og björgunarbúnað á flugvellinum til muna. Björgunarbátarnir eru með mjúkum botni
og sagðir hentar vel til landtöku á erfiðum stöðum. Bátarnir eru búnir tveimur 50 hestafla utanborðsmótorum hvor en við það eykst
öryggi bátanna til mikilla muna, þar sem minni líkur eru á að þeir verði ónothæfir við það að mótor rekist í
við erfiðar aðstæður líkt og víða er í grunnristum Skerjafirðinum.
Í lok október fóru 5 íslenskir slökkviliðsmenn á námskeið í klippu-
og björgunartækni hjá ICET í Hollandi. Námskeiðið sem var tvískipt og stóð í 5 daga var sérstaklega sett upp fyrir þennan
íslenska hóp og þótti takast mjög vel. Þeir sem fóru til ICET að þessu sinni eru Friðrik Axel Þorsteinsson SHS, Rúnar Helgason
SHS, Sigurður Hólm Sæmundsson Slökkviliði Akureyrar, Haukur Ingimarsson og Sigurður Skarphéðinsson frá Brunavörnum Suðurnesja.