Við höfum eingöngu verið með neyðarmerki samkvæmt IMO staðli en nú erum við komin með nokkrar gerðir af sjálflýsandi merkjum og eru þau þó nokkuð ódýrari eða frá 30% til 40% eftir gerðum.
Packexe SMASH® sjálflímandi plastfilman hefur fengið góðarviðtökur svo við tókum inn fleiri sett sem við bjóðum á tilboði til áramóta eða meðan birgðir endast.
Við eigum og getum útvegað Nomex hlífðarpoka utan um reykköfunarkúta af ýmsum gerðum. M.a. eigum við fyrir Interspiro, Fenzy, Scott og Interspiro tvöfalda kúta.
Við höfum fengið sýnishorn af tveimur nýjum gerðum af Calisia hlífðarhjálmum. Önnur gerðin tekur við af AK06/1000 gerðinni sem við höfum selt undanfarin 4 ár.
Þar sem tilboð okkar í september fékk bærilegar viðtökur höfum við ákveðið að framlengja tilboðið á myndavélum og öryggiskerfum sem við eigum á lager frá og með mánudeginum og fram til loka október eða meðan birgðir endast.
Nú nýverið áttum við kost á að heimsækja einn birgja okkar Holmatro sem við höfum átt viðskipti um áratuga skeið. Kynntar voru nýjungar eins og nýjar þriggja þrepa dælur, rafhlöðudrifnar dælur og stoðir.