Fyrir nokkru var tekin í notkun í dótturfyrirtæki okkar samsetningar og suðuvél til að útbúa rafhlöðu pakka í ýmis
tæki og tól. Ásamt því hófum við innflutning á hleðslurafhlöðum í ýmsum stærðum frá nýjum birgja
á mun betra verði en við gátum áður boðið.
Okkur var að berast frá Holmatro listi yfir ýmis björgunartæki, dælur, lyftipúða og stuðningsbúnað sem boðinn er á lægra
verði þar sem hann er lítilsháttar notaður eða jafnvel ekkert notaður.
Fyrir stuttu var viðtal við sviðstjóra SHS m.a. vegna geymslu á hættulegum efnum, en litlar sem engar merkingar eru þar sem hættuleg efni eru geymd.
Við höfum ekki verið með sérstakt úrval af slíkum merkjum, en höfum bætt úr og viljum gera meira til að bæta aðstæður
fyrir þá sem þurfa að sinna uppákomum og/eða slysum vegna slíkra efna.