Eins og við sögðum frá í nóvember síðastliðnum þá kom ný Panther slökkvibifreið á
Gardemoen flugvöllinn við Osló. Rosenbauer Panther af gerðinni CA5 6x6.
Eldur kviknaði í slökkvistöð í Japan í vikunni á meðan slökkviliðsmennirnir voru í útkalli. Einn þeirra var hins vegar
eftir á stöðinni og var hann að elda kvöldmat þegar honum barst skyndilega neyðarkall. Hann rauk út en gleymdi að slökkva á
eldavélinni.
Við höfum eins og aðrir fylgst með breytingum á krónunni okkar og verð hefur hækkað á sprengiefnum undanfarið vegna þessara lækkunar krónunnar. Eins höfum við fengið erlendar verðhækkanir fyrst í september og svo nú um áramót.
Við eigum von á nýjum sendingum á slökkvitækjum nú í febrúar og gera má þá ráð fyrir þó nokkrum
verðhækkunum, þar sem við höfum ekki hækkað verð í samræmi við fall krónunnar. Við vekjum því athygli ykkar á
að ef þið hafið hug á kaupum á slökkvitækjum eða öðrum eldvarnabúnaði að hugsa til þess fyrir janúarlok.
Árið sem nú er að líða hefur heldur betur reynst viðburðarríkt fyrir alla Íslendinga. Fátt er jákvætt við
núverandi efnahagsástand landsins og mannorð þjóðarinnar flekkað, svo ekki sé meira sagt.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur hafið sölu hálsmena í fjáröflunarskyni. Hálsmenin
eru með áletruninni VON á þremur tungumálum (íslensku, ensku og latínu) og fást bæði í silfri og stáli (grófari
fyrir herra).