Sökum verulegrar hækkunar á slökkvidufti höfum við leitað til annars birgja og getum nú boðið sambærilegt slökkviduft og við
höfum áður verið með en á lægra verði.
Við höfum nú fengið allverulegt magn af 2ja kg. kolsýrutækjum frá Ningbo til afgreiðslu strax. Tækin eru á mun betra verði en þau
tæki sem við eigum fyrir eða á kr. 11.118.
Við erum komin með nýja gerð af lyfjaskápum úr málmi með hurð úr gleri. Við getum boðið betra verð á þessari
gerð en er á þeim gerðum sem við erum með í dag.
Við höfum um árabil flutt inn og selt skápa fyrir slökkvitæki sem ætlaðir eru utan á stærri bifreiðar eins og
olíuflutningabifreiðar, vöruflutningabifreiðar og vinnuvélar. Þessa skápa höfum við flutt inn frá Englandi og
Þýskalandi.
Vegna gengisfalls krónunnar okkar, höfum við neyðst til að hækka verð á öllum eldvarnavörum. Sá einsetningur okkar
að lækka verð og kaupa hagstæðar inn er því fyrir bí í bili. En við höfum þó í verðhækkunum okkar vegna
gengisfalls ekki hækkað eins mikið, eins og fall krónunnar hefur verið og þannig tekið þátt í að hægja á
verðbólgu.
Á flugvöllin í Moss í Noregi er komin ný glæsileg flugvallaslökkvibifreið frá Egenes Brannteknikk AS af gerðinni Rosenbauer Panther 6x6.
Fleiri Pantherar eru væntanlegir á flugvellina hjá frændum okkar á hinum Norðurlöndunum. Glæsilegur vagn og auðvita spenna menn beltin.
Um 7 ára skeið höfum við flutt inn margskonar töskur og poka fyrir sjúkralið, björgunarsveitir, slökkvilið og neyðarsveitir frá Pacific
Emergency Products í Kanada.
Í síðasta tímariti Siren Nr. 5 er fróðleg grein um slökkvi- og björgunarlið í Lofsdalen í Svíþjóð. Bærinn
er í örum vexti og þörfin fyrir breytingar var brýn.