Eins og við sögðum frá þá sóttum við China Fire 2008 sýninguna í Peking nú um síðustu mánaðarmót. Við
höfum ekki áður sótt vörusýningar í annari heimsálfu, en vegna aukinna viðskipta okkar við Kína, var ákveðið að fara
þrátt fyrir dökkar efnahagshorfur.
Við erum nokkur stödd þessa dagana í Peking á sýningunni China Fire 2008, en þar eru sýnendur víðs vegar að, en aðallega
þó kínverskir og sýndar eru eldvarnarvörur og búnaður og bifreiðar fyrir slökkvilið.
Nú eru jólakort SKB komin í sölu á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Einnig er hægt að panta
kortin hér á hlekknum á heimasíðunni (jólakortið hægra megin). Boðið er uppá innáprentun fyrir fyrirtæki og
félagasamtök.
Sökum verulegrar hækkunar á slökkvidufti höfum við leitað til annars birgja og getum nú boðið sambærilegt slökkviduft og við
höfum áður verið með en á lægra verði.
Við höfum nú fengið allverulegt magn af 2ja kg. kolsýrutækjum frá Ningbo til afgreiðslu strax. Tækin eru á mun betra verði en þau
tæki sem við eigum fyrir eða á kr. 11.118.
Við erum komin með nýja gerð af lyfjaskápum úr málmi með hurð úr gleri. Við getum boðið betra verð á þessari
gerð en er á þeim gerðum sem við erum með í dag.
Við höfum um árabil flutt inn og selt skápa fyrir slökkvitæki sem ætlaðir eru utan á stærri bifreiðar eins og
olíuflutningabifreiðar, vöruflutningabifreiðar og vinnuvélar. Þessa skápa höfum við flutt inn frá Englandi og
Þýskalandi.
Vegna gengisfalls krónunnar okkar, höfum við neyðst til að hækka verð á öllum eldvarnavörum. Sá einsetningur okkar
að lækka verð og kaupa hagstæðar inn er því fyrir bí í bili. En við höfum þó í verðhækkunum okkar vegna
gengisfalls ekki hækkað eins mikið, eins og fall krónunnar hefur verið og þannig tekið þátt í að hægja á
verðbólgu.