Okkur finnst forsíðan góð en á henni er slökkviliðskona SHS í Wenaas eldgalla með Rosenbauer Heros hjálm og Falcon hanska. Hún heldur
á Protek háþrýstistút af nýjustu gerð.
Nú nýverið fékk Slökkvilið Húsavíkur (Norðurþings) 9.500 l. Fol-da-Tank laug af sömu gerð og m.a. Brunavarnir
Árnessýslu hafa fengið fjórar af og Brunavarnir Borgarbyggðar einnig. Um leið fengu þeir Protek 366 úðastúta og Protek 600 úðabyssu.
Fyrir stuttu síðan kynntum við Sportwool fatnaðinn frá Wenaas 112 en frá þeim fáum við Pbi Kelvar/GoriTex hlífðarfatnaðinn sem m.a.
annarra SHS, Slökkvilið Fjarðabyggðar, Brunavarnir Suðurnesja, Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, Slökkvilið Akureyrar, Álverið á
Reyðarfirði og fleiri slökkvilið og skipaútgerðir eru með frá okkur.
Wenaas sjúkraflutningamannasamfestinga og Sportwool fatnað á liðsmenn sína. Innan skamms mun Slökkvilið Fjarðabyggðar fá fyrstir Wenaas
samfestinga og einnig Sportwool fatnað en sá fatnaður er að stórum hluta úr Merino ull og þolir um 600°C en það er íkveikjumark hennar.
Innan fárra daga mun Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fá til sín Rosenbauer Fox III brunadælu. Nokkrar Fox dælur eru í notkun hjá
slökkviliðum um land allt en þessi ásamt þeim sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fengu fyrir stuttu eru fyrstu dælurnar af III
kynslóðinni.
Í ný útkomnu tímariti Sirenen nr. 8 í desember er grein um framleiðslu á BAS slökkvibifreiðum en það eru sænskar
slökkvibifreiðar útbúnar samkvæmt kröfum þeirra.
Í morgun duttu hjólin, skáparnir, slökkvitækjafestingarnar, lyfja og lyklaskáparnir inn á lager. Ótrúlegt verð og hér á
eftir eru verðdæmi. Verð er 27 til 41% lægra en við höfum áður getað boðið. Athugið verð sem nefnt er smásöluverð með
virðisaukaskatti.