Við erum núna að losa tæplega 2000 slökkvitæki og annað eins af eldvarnateppum úr gámi sem var að koma upp að húsi rétt
í þessu. Tækin og teppin verða tilbúin til afgreiðslu seinna í dag.
Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis fengu í dag Tohatsu dælu ásamt 4" 2,5 m. löngum börkum og sigti m/loka. Þessi gerð er sú
afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er
aðeins 94 kg.
Í dag fengum við heimsókn slökkvistjóra ásamt fulltrúum Brunamálastofnunar til okkar. Það er alltaf jafn ánægjulegt að
fá tækifæri til að hitta viðskiptavini og eiga spjall saman.
Vegna gengisfellingar gærdagsins og annarra sambærilegra gengisfellinga undanfarnar vikur eru verð sem uppgefin hér á síðunni ekki lengur í gildi.
Unnið verður að verðbreytingum á næstunni og þær settar inn eftir því sem tími vinnst til.