Við erum þessa dagana að safna saman búnaði frá ýmsum birgjum í slökkvibifreið Borgarbyggðar en hún verður vel búin af
nýjum búnaði. Vegna veðurs þurfum við að bíða fram í næstu viku með loka kennslu í notkun bifreiðarinnar.
Við fengum inn í gær gám af slökkvitækjum sem við ætlum í jólasöluna. Viðtökur hafa verið góðar og strax erum
við búnir að afgreiða til viðskiptavina okkar nokkur bretti og við biðjum þá sem áhuga hafa á að hafa samband sem fyrst.
Um miðjan nóvember komu eftirlits og viðgerðarmenn frá Orica Mining til að skoða og yfirfara Titan blöndunar og hleðslustöðvar sem eru í notkun hjá Arnarfelli.
Í dag í þessu leiðindaveðri sótti Bjarni slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar bifreiðina og ók henni upp í Borgarnes.
Í hvert skipti sem ný bifreið kemur hingað sjáum við breytingar og framfarir.
Undir lok vikunnar mun Slökkvilið Fjallabyggðar fá Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök
í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg.
Orkuveita Reykjavíkur fær í þessari viku Tohatsu dælu til staðsetningar á Nesjavöllum. Þessi gerð er sú afkastamesta í
röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Í dag sóttum við Borgarbyggðarbifreiðina sem komin er til landsins. Hún stendur hér fyrir utan hjá okkur ef áhugi er fyrir hendi að
skoða. Fer í skráningu og vigtun á morgun.