Frestur var veittur til að taka ákvörðun í útboði Ríkiskaupa fyrir Rauða kross Íslands til dagsins í dag og tilkynning kom frá
Ríkiskaupum að ákveðið væri að taka lægsta boðinu kr. 6.734.900 frá sama aðila og síðast.
Slökkvilið Akureyrar fær Cutters Edge keðjusög. Í dag sendum við frá okkur Cutters Edge keðjusög af gerðinni CE-2171RS en þetta er fyrsta
sögin sem við seljum af þesssari gerð.
Í gær var undirritaður samningur við Langanesbyggð um FLF 3000/300 Renault Midlum 16 tonna 4x4 sídrifs slökkvibifreið sem byggð verður hjá
Wawrzaszek í Póllandi. Bifreiðin er með 280 hestafla vél og Allison 5 gíra sjálfskiptingu. Bifreiðin verður byggð sem húsabruna og
flugvallaslökkvibifreið til að þjóna einnig á flugvellinum á Þórshöfn.
Okkur voru að berast niðurstöður úr kerruútboði Brunamálastofnunar en ákveðið var að taka tilboði Sigurjóns Magnússonar
ehf. eins og fram kemur hér að neðan.
Í frétt Morgunblaðsins og Skessuhorns í dag kemur fram að Bjarna hafi verið veitt
viðurkenningin Vestlendingur ársins 2006 en eins og allir slökkviliðsmenn vita er Bjarni slökkviliðstjóri í Borgarnesi (Borgarbyggð).
Nú líður að áramótum. Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir viðskipti, samstarf og samvinnu á árinu. Þetta ár var annríkt og að sama skapi árangursríkt. Það getum við þakkað viðskiptavinum og starfsmönnum.
Nú líður að áramótum. Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir viðskipti, samstarf og samvinnu á árinu. Þetta ár
var annríkt og að sama skapi árangursríkt. Það getum við þakkað viðskiptavinum og starfsmönnum.
Einstæð fjögurra barna móðir missti allt sitt í eldsvoða á Þorláksmessu. Engum tryggingum var til að dreifa. Svona hljómar
fyrirsögn í Morgunblaðinu í dag. Hafin hefur verið söfnun fyrir fjölskylduna og þeir sem vilja leggja henni lið er bent á bankareikninginn
1152-26-1277 kt. 300377-5569.