Nú 20. desember fékk Grunnskólinn í Borgarnesi Pensi burðarstól fyrir fatlaða einstaklinga sem nota á ef þörf verður
á að rýma skólahúsnæðið tafarlaust.
Nú í desember hefur verið óvenjumikil sala á slökkvitækjum, reykskynjurum og eldvarnateppum. Við vorum nokkuð vel viðbúnir en urðum
þó uppiskroppa með 6 kg. duftslökkvitæki fyrir nokkrum dögum.
Nú í nóvember hófust sprengingar með Titan 7000 Ólafsfjarðarmegnin. Beðið hafði verið eftir borvagni en hann kom og hægt var að koma nauðsynlegum búnaði á hann.
Í dag var opnað útboð fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrabifreiðum. Það fór eins og við höfðum ímyndað okkur
að viðskiptavinur RkÍ til nokkurra ára nú, er í lægstu sætunum og býður nú undir þremur nöfnum og þá
líklega þremur kennitölum.
Nú á næstu dögum fer slökkvibifreiðin fyrir Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn í skip. Hér er án efa ein
glæsilegasta slökkvibifreið sem hér á landi verður en hún verður staðsett á flugvellinum á Egilsstöðum. Hér getið þið skoðað myndir af bifreiðinni.
Hér eru upplýsingar um búnað til slökkviliða sem settur hefur verið á útsölu. Hér er er ýmis búnaður eins og
fatnaður, reykköfunartæki, úðastútar, ljós ofl. Um leið veitum við góða afslátt af þeim búnaði sem við eigum
á lager hjá okkur. Eingöngu fyrir slökkvilið. Útsala þessi er til 22. desember eða meðan birgðir endast. Smellið á
myndirnar.
Við höfum undanfarin ár flutt inn Scott reykköfunartæki frá Bandaríkjunum sem þið getið lesið um hér en það eru Air Pack
Fifty tæki sem eru mjög vönduð tæki sem fylgja NFPA stöðlum. Nú vekjum við athygli á Scott Propak reykköfunartækjum sem við erum
komnir með en þau koma hingað frá Evrópu og uppfylla evrópska staðla.
Ég var svo heppinn að vera boðinn á fræðslufund hjá Brunavörnum Árnessýslu en þar hélt Höskuldur Einarsson frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrirlestur um eiturefnavarnir og þann búnað sem SHS hafa nýverið fengið til sín.