Frá Rapid Deployment getum við boðið takmarkað magn af bakbrettum af gerðinni RED 716 PRO-LIITE. Þessi bretti eru rauð að
lit og hægt að fá með og án pinna fyrir ólar.
Við erum í Bielsko Biala að skoða slökkvibifreiðar og m.a. þá sem er væntanleg til landsins næst fyrir Brunavarnir á Héraði og
Flugmálastjórn fyrir Egilsstaðaflugvöll.
Kennd var tjöldun í síðustu viku á Slökkvistöðinni í Hafnarfirði og komu leiðbeinendur frá Trelleborg í
Svíþjóð en það voru þeir Thomas Gilbert og Christer Fritze.
Nánast allir sprengiefnaviðskiptavinir okkar nota Nonel kveikjur. Á síðustu árum hefur notkun á rafmagnskveikjum dregist verulega saman og það svo að við erum í dag aðeins með lágmarksmagn á lager.
Í næstu viku eða nánar tiltekið á miðviku og fimmtudag verður kennsla í tjöldun. Kennd verður meðferð og tjöldun Trelleborgar
tjalda sem SHS og Slökkvilið Akureyrar hafa fengið til sín.
Þjónustulið Egenes Brannteknikk AS er duglegt við að senda frá sér fréttabréf varðandi fyrirbyggjandi viðhald og notkun ýmis
búnaðar og tækja í slökkvibifreiðum.