Slökkvilið Hornafjarðar hefur fengið aðra Tohatsu dælu en þó nokkur slökkvilið erum með þessa gerð af lausum dælum enda öflugar og tiltölulega léttar dælur.
Í gegnum tíðina höfum við boðið að skipta út tækjum þegar komið er með slökkvitæki í þjónustu til okkar. Nú eigum við þó nokkuð af skiptitækjum sem við viljum láta frá okkur fyrir sanngjarnt verð.
Sjúkratöskurnar okkar vinsælu eru komnar aftur á lager og eru enn á jafn góðu verði og þær hafa verið á. Hægt er að versla töskurnar í verslun okkar Sundaborg 7 eða í vefverslun okkar.
Á markaðinn eru komin Holmatro rafhlöðudrifin björgunartæki, klippur, glennur, tjakkar og eins sambyggð tæki. Nefnist línan Greenline. Við auglýsum eftir slökkviliði sem vill verða fyrst til að kaupa Greenline línuna á kynningarverði.
Interspiro reykköfunartækin eru vel þekkt hérlendis og eru í notkun hjá þó nokkrum slökkviliðum. Fyrir um þremur árum hófum við að bjóða þessar gerðir ásamt öðrum búnaði til köfunar og lofthreinsunar frá Interspiro.