Velflestir eigendur og notendur á Holmatro björgunartækjunum sem eru útbreiddustu björgunartækin hérlendis hafa látið breyta tækjum sínum í einna slöngu Core kerfið.
Slökkvilið Norðurþings hefur fengið aðra Tohatsu dælu en þó nokkur slökkvilið erum með þessa gerð af lausum dælum enda öflugar og tiltölulega léttar dælur.
Ný kynslóð. Við höfum nú afgreitt til tveggja stórra viðskiptavinar okkar Wenaas Pbi Kevlar hlífðarfatnað en annar þeirra viðskiptavina hefur valið þennan fatnað allt frá árinu 2003 en hinn fékk fyrst fatnað snemma árs í fyrra.
Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Við hlutum viðurkenningu 2010, 2011, 2012 og nú fyrir árið 2013.
Fram til þessa hefur vantað íslenska framleiðslu á reykköfunartöflum og statífum fyrir þessar töflur. En nú hefur Snorri Baldursson hafið framleiðslu á töflunum og statífum úr ryðfríu stáli undir þær og við hjá Ólafi Gíslasyni & Co erum stolt að selja þessa gæðavöru.