Fram til þessa hefur vantað íslenska framleiðslu á reykköfunartöflum og statífum fyrir þessar töflur. En nú hefur Snorri Baldursson hafið framleiðslu á töflunum og statífum úr ryðfríu stáli undir þær og við hjá Ólafi Gíslasyni & Co erum stolt að selja þessa gæðavöru.
Nýlega pöntuðum við SuperPASS II non-movement alarm (Viðvörunarýlu) frá Interspiro fyrir Slökkvilið Ísafjarðar. Hreyfingarleysi í rúma hálfa mínútu þá gefur SuperPASS II frá sér einstaklega hávært hljóð sem að aðstoðar við leit á slökkviliðsmönnum í björgunaraðgerðum.