Nýir björgunarbátar og nýr slökkvibíll fyrir Reykjavíkurflugvöll
13.12.2002
Frétt af vef Morgunblaðsins í morgun. (13/12 2002)
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á Reykjavíkurflugvelli verða
afhentir tveir nýjir björgunarbátar og nýr slökkviliðsbíll í dag. Slökkviliðsbíllinn er sá fullkomnasti sem til er á
flugvöllum á vegum Flugmálastjórnar. Björgunarbátarnir eru af gerðinni Zodiac Mark V og getur hvor um sig borið allt að 15 til 20 menn. Með
þessum búnaði er verið að efla slökkvi- og björgunarbúnað á flugvellinum til muna. Björgunarbátarnir eru með mjúkum botni
og sagðir hentar vel til landtöku á erfiðum stöðum. Bátarnir eru búnir tveimur 50 hestafla utanborðsmótorum hvor en við það eykst
öryggi bátanna til mikilla muna, þar sem minni líkur eru á að þeir verði ónothæfir við það að mótor rekist í
við erfiðar aðstæður líkt og víða er í grunnristum Skerjafirðinum.
Lesa meira