Holmatro björgunartæki. Nýr kennslubæklingur kominn út.
03.10.2003
Enn á ný er útgáfa á kennsluefni frá Holmatro BV þar sem kennd eru vinnubrögð við
björgun fólks úr bílflökum. Holmatro er brautryðjandi í kennslu á björgunarbúnað sem notaður er við
klippuvinnu og eða lyftivinnu við björgunaraðgerðir. Þó nokkuð útgefið efni er til og eins hefur Holmatro staðið fyrir
námskeiðum fyrir björgunarmenn og kennara. Stofnað hefur verið sérstakt fyrirtæki þar um sem nefnist ICET og hafa nokkrir Íslendingar sótt
þar námskeið og nú fljótlega fara tveir til að fríska upp á kunnáttuna á viðhaldi tækja og búnaðar.
Lesa meira