AnB kerfið

AnB hleðslu og framleiðslubifreið með aftanívagni


AnB kerfið gengur ut á að hlaða er beint í borholur úr bifreið sem getur bæði framleitt og hlaðið beint í borholur eða í sekki. Borholurnar geta verið frá 2" og upp í 5" i þvermál.

Ávinningurinn af hleðslu beint í holur er talsverður en þar má nefna að öryggi er meira, ekki þörf á sprengiefnalager, enginn flutningur á sprengiefnum,  hægt að ákveða hleðslumagn fyrirfram, hægt að hlaða mun meira í einu, betri nýting á mannskap, nákvæm skráning, vatnslosun, engar sprengiefnaleifar og engar umbúðir.

Ein af þeim bifreiðum sem við höfum yfir að ráða er útbúin með 6.000 kg. tanka fyrir AN og nauðsynleg íblöndunarefni. Í henni eru tvær hleðsluklukkur þar sem framleitt efni fer í eftir að hafa verið blandað í snigli og því er síðan blásið úr þeim eftir 50 m. slöngu í borholur. Til að stýra magni eru notaðar fjarstýringar og vogir.

Bifreiðin er fjórhjóladrifin þannig að hægt er að fara um  í námu og eiga við holur í allt að 50 m. fjarlægð. Framleiðslan er annað hvort sjálfvirk eða handvirk allt eftir því hvað hentar betur.

Bifreiðin er útbúin með loftpressu til að dæla efninu en einnig er pressan notuð til að blása vatni úr borholum. Það er nauðsynlegt ef vatn er í borholum.


Ávinningur af notkun AnB framleiðslu og hleðsluaðferðar er í stuttu máli.

  • Mikið öryggi
  • Enginn sprengiefnalager
  • Verulega dregið úr flutningi á sprengiefnum
  • Fyrirfram ákveðin hleðsla í holu
  • Meiri hleðsluafköst
  • Nákvæm hleðsla með lágmarks mannskap
  • Nákvæm skýrslugerð
  • Vatnslosunarmöguleikar
  • Engir sprengiefnaafgangar
  • Engar umbúðir til að vandræðast með

Við framleiðum nú Exan (Anolit) í stórsekki þ.e. 800 kg. viðurkennda stórsekki hér á Reykjavíkursvæðinu. Við höfum um árabil framleitt á Austurland og Norðurlandi í sekki eins og beint í holur.Anb hleðslu og framleiðslubifreið við lestun

Sekkirnir eru endurnotanlegir svo við erum að stuðla að umhverfisvænum aðferðum að því leytinu. Fyrirkomulagið er þannig að sá sem við framleiðum fyrir geymir sekkina fyrir frekari framleiðslu.

Svo það sé öllum ljóst þá er skilagjald á sekkjunum í þeim tilgangi að gætt sé sekkjana. Þeir eru ekki ódýrir m.a. vegna þess að þeir eru viðurkenndir til geymslu á sprengiefnum. Allt eftir reglum.

Anb tækniupplýsingar (Anolit-Exan)Anolit heitir í dag Exan

Anb tækniupplýsingar (Anolit-Exan)

Framleiðsluleyfi
Sjá frekari upplýsingar um AnB kerfið
Upplýsingar um ANFO
Öryggisblöð yfir ANFO
Einfaldur útreikningur
Bergið, borun, sprengihleðsla, tímasetning og hætta á grjótkasti
Öryggi, heilsa og umhverfi

 

.......Sprengiefni, hvellhettur, kveikjur, sprengiþráður, Exel, Nonel, Dynoline, Titan, Anolit, Ammoníum Nítrat, Dynomit, DynoRex, Eurodyn, Poladyn, E-Cord, F-Cord, Nobelcord, Nitrocord, Cortex, Pentex, Exan, Civec, Centra, Subtek, Fortis.........